Swiss Miss
27.9.2008 | 13:21
Ef þið eruð efins, er EFTA enn til, og Ísland situr í EFTA og það gerir Sviss líka ásamt Noregi og Liechtenstein. Oft er gert mikið úr litlu í EFTA. Sértaklega eru það utanríkisráðherrar þriggja þessara landa sem eru áberandi dömur. Jú, á Íslandi, í Sviss og í Liechtenstein eru utanríkisráðherrarnir kvenskörungar. Ekki skilja mig rangt, ég hef ekkert á móti konum í slíkum embættum, en ef þær og stefnumál þeirra eru út í hött, eiga þær gangrýni skilið eins og karlar í svipuðum embættum.
Eyðsluklóin okkar á Íslandi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem vill sitja í óstarfhæfu ráði hjá SÞ, sama hvað það kostar, sendist nú um heiminn og sækir stuðning til setu lands okkar hjá máttarstólpum hryðjuverka, t.d. honum Assad á Sýrlandi. Ekki er hægt að segja að konan sé alþýðleg, því gagnrýnin á hana og Öryggisráðsórana í henni sem birtast á bloggum almúgans virðast renna af henni eins og vatn af straumönd.
Í Sviss sitja þeir uppi með trönu, sem heitir Micheline Calmy-Rey (sjá mynd hér fyrir ofan og neðan), sem er á svipuðu róli og Ingibjörg í pólitíkinni. Hún blandar sér þó ekki í málefni annarra ráðuneyta heima fyrir eins og okkar utanríkisráðherra. Calmy-Rey er þekkt fyrir ýmsar uppákomur. Hún hefur farið til Íran og gert samning við stjórnvöld þar um gaskaup. Hún fékk góðan díl og þakkaði fyrir sig með því að stinga upp á því að bjóða Írönum til Sviss til að ræða um Helförina, sem þeir afneita á fullu eins og tilvist Ísraelsríkis. Ekki voru kollegar hennar i Sviss eins fljótir og hressir á sínum tíma, er þeir þurftu að greina frá fjármagni sem þeir rændu frá gyðingum í stríðinu.
Nú hefur Calmy-Rey gert hana Ingibjörgu okkar að skátastelpu. Í ræðu, sem Calmy-Rey hélt í síðustu viku, stakk hún upp á því, að ræða þyrfti við Osama bin -Laden. "[S]hould we seek dialogue without discrimination - even if it means sitting down with Osama Bin Laden?" Sjáið alla ræðuna hér á ensku.
Þetta vakti mikla athygli og forundran í hinum frönskumælandi heimi. Venjulegt alþýðufólk, og bloggarar sem skrifa á frönsku, hafa líklega ekki átt orð til að lýsa skömm sinni á yfirstéttarkratanum Calmy-Rey.
Svissnesk yfirvöld fóru í baklás eins og þeir oft gera og kenndu frönsku fréttastofunni AFP um að taka orð ráðherrans úr samhengi.
Calmy-Rey veldur miklum vanda fyrir Sviss vegna áráttu sinnar að ræða við alls kyns glæpa- og hryðjuverkasamtök. Þetta katastrófukvendi (femme fatale) sækist greinilega eftir náveru við hættulega morðingja. Hvaða mannaval ætli Ingibjörg hitti fyrir í Öryggisráðinu, þegar Ísland fer að starfa þar? Það get ég sagt Ingibjörgu. Fullt af liði sem segir "Condemn Israel" og svo einhverja bergrisa sem segja "Veto". There is nothing little Imba can do about that. Ef hún kemst í Öryggisráðið, mun hún sitja þar eins og illa gerður hlutur þangað til öryggið fer. En hver borgar reikninginn? Það gerir fólkið eins og reglan segir í góðum alþýðulýðveldum.
Munið mótmælin gegn Durban II ráðstefnunni
Kveðja Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.