Mótmælum Durban II

durban i flyer

Þessi mynd er af miða sem dreift var meðal "frelsisvina" á ráðstefnunni gegn kynþáttafordómum í Durban í Suður-Afríku árið 2001. Níðingshátturinn, hópæsingin og hatrið sem einkenndi ráðstefnuna í Durban virðist eiga að endurtaka í Genfarborg árið 2009. Ráðstefnan í Genf í mars á næsta ári gengur almennt undir heitinu Durban II, þar sem hún er endurvakning eða áframhald ráðstefnu (UN World Conference against Racism) á vegum SÞ til að stemma stigu við kynþáttahatri og fordómum í heiminum. Það eina sem kom út úr þeirri ráðstefnu var hatur, og fyrst og fremst hatur gegn Ísraelsríki, sem kennt var um allt sem miður fer í heiminum.  Í Durban syrgðu menn ósigur Hitlers sárt.

Nýlega var haldin ráðstefna í Abujaborg í Nígeríu, þar sem menn voru að undirbúa ráðstefnuna sem halda á í Genf á næsta ári. Ekki lofaði forráðstefna í Abuja góðu frekar en aðrar undirbúningsráðstefnur sem farið hafa fram á þessu ári og fyrri ár. í Ajuba áttu menn að ræða vandamál varðandi kynþáttafordóma í Afríku, en varla var rætt um neitt annað en fjandmanninn, Ísraelsríki, og þann vanda sem Ísrael skapar að sögn fyrir þjóðir heimsins. Deilt var á rangt land í rangri heimsálfu. Umsjónamaður þessarar mótmælasíðu skrifaði um þetta pistil sem hann kallaði Afríka er staurblind.

Það sem einnig einkenndi ráðstefnuna í Abuja í Nígeríu var, að ýmsar þjóðir múslíma höfðu þar töglin og hagldirnar, og í ljós kom að þeir ætla sér að nota ráðstefnuna á næsta ári til að koma ýmsu inn í alþjóðalög sem þeir brenna fyrir. Gagnrýni á trúarbrögð og „guðlast" vilja þeir banna með alþjóðasáttmálum og vilja koma í veg fyrir of mikla gagnrýni og aukið lýðræði, sem er auðvitað versti galli aðalfjandans, þ.e.a.s. vestrænna landa og Ísraels. Gallar hins íslamska heims, þjóðarmorð í Darfúr, morð og skálmöld í Afríku, hryðjuverk o.s.fr. þögðu menn þunnu hljóði yfir í höfuðborg Nígeríu. Aðalfjandinn var BNA og Ísrael.

Fyrr á árinu reyndu múslímaþjóðir, sem á einn eða annan hátt hafa tengst verstu hryðjuverkum gegn Vesturlöndum og öðrum öfgum, með yfirgangi, hótunum, að útiloka samtök gyðinga og stuðningsmanna Ísraels í að taka þátt í ráðstefnunni. Hér getið þið horft á farsann:

 

Og hér getið þið horft á 2. hluta upptökunnar. Á þessari mótmælasíðu er hægt að lesa allt um duttlunga þeirra sem hertekið hafa Durban II ráðstefnuna. 

Þenkjandi mönnum um allan heim er um og ó og sjá vá fyrir dyrum ef sama vitleysan, eða það sem verra er, verður niðurstaða ráðstefnunnar í Genf á næsta ári. Nokkrar þjóðir hafa íhugað að draga sig úr samstarfinu í tengslum við ráðstefnuna eða að taka ekki þétt í henni. Kanada ákvað í janúar 2008 að hætta við að taka þátt.

Mannréttindaráð SÞ hélt enn einn undirbúningsfund í síðustu viku. Lítið annað kom út honum, sem gæti bent til annars en að ráðstefnan í Genf um kynþáttafordóma verði notuð til að viðra fordóma gegn Ísrael, Vesturlöndum, öðrum trúarbrögðum en Íslam og öllum þeim eða því sem ekki eru öfgamúslímum þóknanlegt. Sjáið hvað danski stjórnmálamaðurinn Naser Khader sagði á ráðstefnunni þann 18. september 2008.

Litla Ísland var á svipaðri undirbúningsráðstefnu í Genf í fyrra og „reyndi að leika hið mikla hlutverk sitt á meðal þjóðanna", eins og utanríkisráðherra okkar og forseti leggja svo mikla áherslu á þegar þau hringsólast um heiminn í ævintýraferðum sínum. Í ágúst 2006 lagði Ísland til orðalagsbreytingu á tillögu frá EBE sem Egyptar og aðrar þjóðir Múslima höfðu tryllst út af, vegna þess að tillagan gat eyðilagt áform ýmissa ríkja um að gera ráðstefnuna að endurtekningu á hatursráðstefnunni í Durban árið 2001. Tillögu Íslands var líka hafnað af múslímskum löndum.  Maður verður að spyrja: Eru íslenskir diplómatar að sýna "hlutverk okkar á meðal þjóðanna" með því að þjónkast við óferjandi lýðræðismorðingja og öfgaríki með innskotum á tilgangslausum innskotssetninum, sem þeir halda að leysi einhvern vanda?

Samkvæmt Félagi Sameinuðu Þjóðanna á Íslandier það stefna Íslands að feta í fótspor Durban I ráðstefnunnar:"Áherslur Íslands: Ísland mun halda áfram að styðja aðgerðir í baráttunni gegn kynþáttafordómum og m.a. tryggja framkvæmd alþjóðasamningsins um útrýmingu alls kynþáttamisréttis ásamt því að styðja framkvæmd lokaskjala Durban-ráðstefnunnar.  Ísland hefur ávallt greitt atkvæði með ályktun þriðju nefndar um framkvæmd og eftirfylgni Durban- ráðstefnunnar." Í bæklingi Utanríkisráðuneytisins um mannréttindi er þetta sagt á svipaðan hátt (á bls. 16). Ætli blessað fólkið í Félagi Sameinuðu Þjóðanna og Utanríkisráðuneytinu stefni að því að endurtaka sömu mistökin og á Durban ráðstefnunni, þar sem kynþáttahatur og fordómar voru leiðarljósið í stað baráttunnar gegn þeim ósóma? Það er verið að eyðileggja Sameinuðu Þjóðirnar, og lönd, sem Ísland sækir stuðning sinn til við fyrirhugaða setu sína í Öryggisráði SÞ, láta verst.

Shake Assad
Sýrlendingar reyna að koma í veg fyrir þátttöku hópa sem styðja Ísraelsríki og
grundvallarlýðræði á Durban II ráðstefnunni. Styður einræðisríkið Sýrland setu Íslands í Öryggisráðinu?

 

Æ fleiri múslímar taka afstöðu gegn hinni válegu þróun á meðal trúbræðra sinna og gegn yfirganginum og heimsvaldastefnu múslíma sem kemur svo glöggt í ljós í tengslum við undirbúning Durban II ráðstefnunnar. En þeir sem mótmæla eru eins og dropi í hafinu. Hatur og fordómar sameinar hins vegar sjálfsútnefnda friðarpostula og rugluhúmanista á Vesturlöndum og öfgamúslíma gegn sameiginlegum fjandmönnum og heilagri gagnrýni á vondu Vesturlöndin og hið "vonda ríki Ísrael", virðist ætla að verða annað þemað í Genf á næsta ári. Hitt er sameiginlegt ákall öfgamanna um afnám ýmissa grundvallarmannréttinda.

Þið, sem ekki viljið sætta ykkur við þá þróun að ráðstefna um baráttu gegn fordómum og kynþáttahatri sé notuð til að fordæma þjóðir og minnihluta, látið rödd ykkar hljóma. Skrifið undir íslensk mótmæli gegn Durban II ráðstefnunni og hvetjið íslensk stjórnvöld að hætta við þátttöku í skrípaleiknum í Genf. Í dálkinum til vinstri getið þið lesið um mótmæli í öðrum löndum og hvað fróðir menn hafa til málanna að leggja. Sömuleiðis getið þið séð hvernig þið getið sent mótmæli ykkar.

Hér er öllum sem geta nafns leyfilegt að koma með athugasemdir, en þær eru á eigin ábyrgð og verður ekki nauðsynlega svarað.  

virðingarfyllst,

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gott framtak, sem ég styð heilshugar.

Ragnhildur Kolka, 23.9.2008 kl. 09:59

2 identicon

Styð þetta líka.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þakka þér að vekja athygli á þessu Vilhjálmur.

Styð þetta svo sannarlega.

Shalom kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 24.9.2008 kl. 23:13

4 identicon

Ég er 100% með þér í þessu máli

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú færð minn stuðning í þessu máli.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 27.9.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Mótmælum Durban II

Þakka ykkur fyrir stuðninginn. Mér þætti vænt um ef þið gætuð gaukað þessum mótmælum að góðu fólki sem þið teljið hafa til þess þor og manndóm að mótmæla upp á kant við kerfið og viðteknar venjur eins og hér er gert.

Mótmælum Durban II, 27.9.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ég styð þetta, Shalom-Hosanna.

Aðalbjörn Leifsson, 28.9.2008 kl. 08:19

8 identicon

Lýsi stuðningi í athugasemd til öryggis ef pósturinn skyldi ekki rata á réttan stað. Vil endilega vera á þessum mótmælalista.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 06:08

9 identicon

Doktor í hverju nákvæmlega ertu Vilhjálmur Örn? Ég efast ekki um inntak þitt og markmið með bloggskrifum þínum, og er í margt sammála þér, en hef aftur á móti stórar efasemdir um dómgreind þína.

Gyðingar eru góðir gæjar í mínum bókum og styð ég þá og Ísraelsríki heils hugar, en um leið og þeir byrja á fórnarlambs-tali sínu, þá nær það ekki lengra.

Ég hef einmitt verið sérstaklega hróðugur fyrir hönd Ísraelsmanna, hve lítið þeir kveinka sér og taka einn dag í einu gegn arabaskrílnum sem vill 'kasta þeim í hafið'. Hins vegar fyrifinnast Gyðingar eða fólk sem af persónulegum eða trúarlegum ástæðum sem gerir ekki annað en að væla og mála Gyðinga sem fórnarlömb.

Rétt eins og múslimarnir.

Þú gerir því fólki er þú heldur að þú talir fyrir engann greiða, Vilhjálmur. Þvert á móti.

bestu kveðjur.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 20:07

10 identicon

Uni...

Varstu að lesa sömu grein og ég?

Ég get ekki fyrir mitt litla líf lesið út úr skrifum þínum hvort þú sért að svara til þess eins að fá viðbrögð, hafir bara misskilið grein Vilhjálms svona hrikalega eða hafir verið sauðdrukkinn þegar þú skrifaðir svar þitt hér fyrir ofan.

Þú byrjar á því að spyrja greinarhöfund í hverju hann sé með doktorsgráðu og endar svo málsgreinina með að leyfa þér að efast stórlega um dómgreind hans, samt sem áður segistu vera að stórum hluta sammála honum.

Get ég lesið út úr svari þínu að þú efist stórlega um eigin dómgreind?

Ég sé hvergi á skrifum Vilhjálms að hann sé að mála Ísraelsmenn sem einhver "fórnarlömb" heldur er hann að vekja athygli á þeim hatursáróðri sem á sér stað á stórri og alþjóðlegri ráðstefnu sem er haldin í Genf.

Þú segir að Gyðingar séu góðir gæjar og að þú styðjir þá og Ísraelsríki "heils hugar", en um leið og þeir spila sig sem fórnarlömb þá nær stuðningur þinn ekki lengra...

Enn skil ég ekki hvað þú ert að fara.

Svo segistu vera hróðugur fyrir hönd Ísraelsmanna "hve lítið þeir kveinka sér" en um leið og þeir fara að "væla" og segjast vera fórnarlömb þá mega þeir eiga sig? Er þetta einhver hörð ást í þágu þjóðar eða áttu bara svona erfitt með að ákveða þig hvort þú eigir að vera með eða á móti... þó það sé í engu boðskapur þessa skrifa hans Vilhjálms, að maður þurfi að velja sér hlið til að styðja.

Ég trúi því að Vilhjálmur sé að vekja athygli til þess að fá viðbrögð því að það er til fólk sem vill nota rödd sína til að hafa áhrif... sama hversu lítil hún er.

Þú veður í mótsögnum endar svo á því að vara Vilhjálm við svona skrifum því hann sé jú ekki að gera neinum greiða... nema til að loka með "Bestu kveðjur"

Hafþór Reynisson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband